Volare

Volare ætlar að endurvekja fréttabréfið okkar, þó í svolítið öðrum stíl en áður var. Ætlunin er að gefa það út einu sinni í mánuði. Efnistökin munu þróast með tíð og tíma en í þessu fyrsta fréttabréfi þá fjöllum við um 20 söluhæstu vörur ársins 2013, fimm hæstu vörurnar í apríl, kynnum vöru mánaðarins í júní svo eitthvað sé nefnt. Eins er ætlunin að vera með hrós mánaðarins sem að þessu sinni fer til nýs söluráðgjafa Volare í Borgarnesi, Margrétar Fanney Eggertsdóttur.
 
 Hvað er gott við bólum?
Notið hreinsistifti nr. 115 eða leirstifti nr. 213 og Gel forte nr. 105 sem dag- og næturkrem. Ef um stórar bólur og fílapensla er að ræða notið þá gelið nr. 118, sem dag- og næturkrem. (Berist á hverja bólu fyrir sig, ekki allt andlitið). Einnig er til bólustifti nr. 114 sem sefar óþægindi og þurrkar upp minni bólur og fílapensla.
 
 

 

Velkominn

Upphaf Volare á Íslandi má rekja til þess að snemma árs 1997 kynntist Matthildur Þórðardóttir vörum Dr. David Melumad í Svíþjóð.  Hún sendi móður sinni, Guðmundu Hjörleifsdóttur sem býr í Vestmannaeyjum byrjendatösku og hvatti hana til þess að kynna vörurnar hér á landi.
Meira >>
Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011